�?að sem helst stóð uppúr á öllum fundunum voru einkum velferðarmálin í allri sinni mynd með sérstakri áherslu á aðbúnað aldraðra. Einnig voru samgöngumál fyrirferðarmikil, kjör lífeyrisþega og staða sveitarfélaganna. Einn rauður þráður var á öllum fundunum, jöfnuður. Ef okkur á að auðnast gott líf á Íslandi verður JAFNAÐARSTEFNAN að vera í forgrunni.
Til þess að ná jöfnuði þarf framsýni. �?að þarf fjármagn til þess að halda uppi öflugu velferðarkerfi. �?að hljóta allir að vera sammála um það að velmegun ríkir á Íslandi og meginþorri landsmanna hefur það ágætt. �?að er hins vegar of stór hópur fólks sem er útundan í velmegunarþjóðfélaginu. Aldraðir á Íslandi lögðu grunninn að þeirri velmegum sem við lifum við í dag, þeir eiga skilið betra ævikvöld. Allir geta misst heilsuna og þurft að reiða sig á samtrygginguna.
Við getum ekki verið sátt við þá samtryggingu sem býðst í dag í því velferðarsamfélagi sem við lifum. Sjaldan höfum við þurft eins mikið á jafnaðarstefnunni að halda eins og nú.
Nóg er til af fjármagni í íslensku þjóðfélagi. Stokkum upp spilin og gefum aftur með jöfnuð að leiðarsljósi
Guðrún Erlingsdóttir.
Höfundur er í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst