Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar bregðast afar vel og yfirvegað við hertum aðgerðum sem gripið var til í fyrirtækinu í baráttunni við kórónaveiruna/covid 19. Fyrir það ber að þakka um leið og hvatt er til þess að haldið sé áfram á sömu braut næstu daga og vikur.
Samstaða, góð samskipti og stuðningur skipta miklu máli og eru farsælustu ráðin til að sigrast á erfiðleikum sem eru tímabundnir en enginn veit samt hve lengi vara.
Það sem gerir þessa tíma sérstæða er sú staðreynd að heimsbyggðin öll glímir við veirufaraldurinn á sama tíma.
Sami vandi steðjar því að öllum, hvar svo sem fólk lifir og starfar í veröldinni. Af sjálfu leiðir því að við þurfum að sigrast á erfiðleikunum í sameiningu.
Kveðjur og þakkir,
framkvæmdaráð Vinnslustöðvarinnar
17. mars 2020.
Áríðandi er að afla sér upplýsinga og fylgja ráðleggingum!
Upplýsingasíðan covid.is – https://www.covid.is/
English info.https://www.landlaeknir.is/koronaveira/english/
Polski https://www.landlaeknir.is/languages/polish/




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.