Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar bregðast afar vel og yfirvegað við hertum aðgerðum sem gripið var til í fyrirtækinu í baráttunni við kórónaveiruna/covid 19. Fyrir það ber að þakka um leið og hvatt er til þess að haldið sé áfram á sömu braut næstu daga og vikur.
Samstaða, góð samskipti og stuðningur skipta miklu máli og eru farsælustu ráðin til að sigrast á erfiðleikum sem eru tímabundnir en enginn veit samt hve lengi vara.
Það sem gerir þessa tíma sérstæða er sú staðreynd að heimsbyggðin öll glímir við veirufaraldurinn á sama tíma.
Sami vandi steðjar því að öllum, hvar svo sem fólk lifir og starfar í veröldinni. Af sjálfu leiðir því að við þurfum að sigrast á erfiðleikunum í sameiningu.
Kveðjur og þakkir,
framkvæmdaráð Vinnslustöðvarinnar
17. mars 2020.
Áríðandi er að afla sér upplýsinga og fylgja ráðleggingum!
Upplýsingasíðan covid.is – https://www.covid.is/
English info.https://www.landlaeknir.is/koronaveira/english/
Polski https://www.landlaeknir.is/languages/polish/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst