Kjartan Björnsson, faðir Viðars, segir að æfingaferðin hafi gengið mjög vel og voru forráðamenn Leicester City ánægðir með Viðar sem leikur með meistaraflokki Selfoss og skoraði tvö mörk með þeim í deildarkeppninni síðast liðið sumar.
Viðar lék í haust í evrópukeppninni með undir 17 ára landsliði Íslands en liðið vann sér rétt til þátttöku í milliriðlum í Portúgal nú í lok mars. Luka Kostic þjálfari Íslands valdi svo Viðar �?rn enn á ný á dögunum til þátttöku með liðinu í þessum milliriðlum í Portúgal nú í lok mars og því í nógu að snúast hjá Viðari.
�?ess má geta að Viðari hefur einnig verið boðið ð koma til skoska úrvalsdeildarliðsins Hearts en því boði hefur verið slegið á frest vegna anna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst