Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra undirrituðu á mánudaginn sl., 23. janúar þegar 44 ár voru frá upphafi Heimaeyjargossins, Viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Vestmannaeyjum. Tók hún gildi um leið og er hana að finna á slóðinni almannavarnir.is. �?ar eru upplýsingar um sögu, staðhætti og innviði samfélagsins. Allir viðbragðsaðilar eru tilgreindir og fyrstu verkefni þeirra skilgreind auk stjórnskipulags og samskiptaleiða. Í áætluninni er einnig rýmingaráætlun fyrir Vestmannaeyjar þar sem bænum er skipt í fimm svæði auk hafnarsvæðis. Er gert ráð fyrir breytingum í takt við þróun samfélagsins, nýjar upplýsingar og áhættumat eins og eðlilegt er.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum lýsir ánægju sinni með að þessum áfanga er náð og þakkar almannavarnanefnd, viðbragðsaðilum og samstarfsaðilum fyrir gott samstarf við gerð Viðbragðsáætlunarinnar. Vestmannaeyingar og aðrir áhugasamir geta nú skoðað áætlunina á netinu og kynnt sér viðbragð og skipulag samkvæmt henni.
Í formála að áætluninni, sem er 80 síður segir að í áætluninni sé að finna skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar eldgoss í umdæmi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Áætlunina er einnig hægt að virkja vegna annarra hamfara á Heimaey eða nágrenni. Hún er unnin af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og almannavarnanefnd Vestmannaeyja. Allir viðbragðsaðilar og aðrir sem nefndir eru í áætluninni voru hafðir með í ráðum.
Boðunarlista og stjórnkerfi áætlunarinnar er líka hægt að nota ef um aðrar hamfarir eða stóra atburði er að ræða. Sama skipulag er þá uppi hvort sem þörf væri á rýmingu allra svæða eða einhverra ákveðinna.
Fjöldahjálparstöðvar eru þær sömu og allir viðbragðsaðilar eru þeir sömu. Við gerð áætlunarinnar var nokkuð rætt um viðbragð og rýmingu vegna vár þegar �?jóðhátíð Vestmannaeyja stendur yfir og hefur gagnleg umræða farið fram um þau mál. Að sama skapi voru mismunandi tilvik rædd eins og hamfarir þegar stór íþróttamót eru í bænum eða stórslys eins og rútuslys. Aðilar eru sammála um að nota viðbragð þessarar áætlunar eins og þörf krefur í slíkum tilvikum.
Tryggir líka öryggi á þjóðhátíð
Á �?jóðhátíð 2015 voru markaðar flóttaleiðir úr Dalnum eftir ákveðnu skipulagi í því skyni að tryggja öryggi og einfalda björgun. Í skoðun er að rita sérstaka kafla um viðbragð þegar mannfjöldi er mikill í Vestmannaeyjum en að svo stöddu er notast við áætlun þessa.
�??Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð viðbrögð vegna eldgosa í Vestmannaeyjum og annarrar vár og að þolendum berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma.
Viðbragðsáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð en felur ekki í sér endanleg fyrirmæli. �?annig getur lögreglustjóri ákveðið breytta starfstilhögun með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjórans, ber ábyrgð á virkni áætlunarinnar og þessir aðilar vinna saman að uppfærslum og lagfæringum á henni en ritstjórn er á ábyrgð almannavarnadeildar. Áætlunin skal uppfærð á a.m.k. fjögura ára fresti en boðunarlista hjá Neyðarlínunni skal uppfæra eins oft og þörf krefur. Á sama hátt skal Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjórans beita sér fyrir því að allir þættir áætlunarinnar séu æfðir að minnsta kosti á fjögurra ára fresti. Einnig skal hann stuðla að reglubundnum æfingum einstakra verkþátta. Allir sem tengjast áætluninni skulu taka saman verkáætlun með gátlistum um það hvernig þeir leysa þau verkefni sem þeim eru falin,�?? segir í formálanum.
Við gerð áætlunarinnar var stuðst við lög um almannavarnir lögreglu og tekur þegar gildi.