Víðförull bankamaður, menntaður í Suður-Kóreu, stýrir Marhólmum
2. maí, 2024
2-litla-fjo-lskyldan-siglir-inn-til-eyja
Fjölskyldan siglir inn til Eyja. Ljósmynd/vsv.is

Sverrir Örn Sverrisson, framkvæmdastjóri Marhólma – dótturfélags Vinnslustöðvarinnar, og Magndís Blöndahl Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur fluttu ásamt tveggja ára dóttur sinni Arndísi Blöndahl til Eyja í september í fyrra. Forsíðumyndin er tekin um borð í Herjólfi í innsiglingunni við komuna til nýrra heimkynna. Rætt er við Sverri á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar, en viðtalið má einnig lesa hér að neðan.

Hann fór í læri hjá stofnendum Marhólma, Halldóri Þórarinssyni matvælaverkfræðingi og Hilmari Ásgeirssyni iðntæknifræðingi, hún hóf störf á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og Arndís fékk inni í leikskólanum Kirkjugerði.

„Víst er að ég er reynslunni ríkari eftir starf í Arionbanka á þremur stöðum á landinu en játa það fúslega að í mér blundaði alltaf að komast í sjávarútveginn til að taka þátt í því að skapa verðmæti fyrir kröfuharðan heimsmarkað sjávarafurða.
„Ég horfði til ýmissa átta en þegar mér var bent á laust starf framkvæmdastjóra Marhólma hófst atburðarás sem skilaði mér og fjölskyldunni til Vestmannaeyja.
Auðvitað þekkti ég til Vinnslustöðvarinnar sem umsvifamikils fyrirtækis með margar styrkar stoðir rekstrar undir sér og traust og öflugt eignarhald en ég vildi vita meira og talaði við framkvæmdastjórann í þrígang.
Binni var ansi sannfærandi og hafði efni á því! Niðurstaðan varð sú að ég sótti um starfið, var ráðinn og hingað er ég kominn.“

Öll ánægð með hlutskipti sín

Sverrir er fæddur og uppalin á Höfn í Hornafirði, Magndís í Kópavogi. Leiðir þeirra lágu saman á Norðurlandi vestra, hann starfaði á Sauðárkróki, hún á Blönduósi. Ný heimkynni í Vestmannaeyjum. Svona gerist þetta.

Óvarlegt væri að segja að þau hjón hafi haldið sig á sömu þúfunni hérlendis undanfarin ár, hvað þá hann þar áður. Hún lærði hjúkrun í Háskólanum á Akureyri, starfaði síðan sem hjúkrunarfræðingur á Akureyri, Blönduósi, í Neskaupstað, Hafnarfirði og á bráðamóttöku Landspítala Fossvogi í Reykjavík.

„Við bjuggum áður á Egilsstöðum í samheldnu og flottu samfélagi og skynjuðum fljótt að Eyjasamfélagið er líka afar samheldið. Íbúarnir hér hafa tekið vel á móti okkur og auðveldlega má til sanns vegar færa að þeim hafi þótt öllu meiri fengur að því að fá sjóaðan hjúkrunarfræðing á sjúkrahúsið en mig í hrognabissnessinn!
Fyrir mig voru það forréttindi að koma til starfa og njóta uppfræðslu og leiðsagnar frumkvöðlanna, Halldórs og Hilmars, til að setja mig inn í hlutina. Stoðstykkin í fyrirtækinu eru Ragga framleiðslustjóri – Ragnhildur Þorbjörg Svansdóttir, Svanur sonur hennar og Anna Sirrý, bæði flokksstjórar. Ragga hefur verið hér frá stofnun Marhólma árið 2012, Svanur viðloðandi starfsemina allan tímann og Anna Sirrý unnið í mörg ár hjá Marhólmum og Vinnslustöðinni þar áður. Þau þrjú búa að ómetanlegri þekkingu og reynslu í framleiðslunni og eru drifjaðrir í gangverkinu.
Ég sé um markaðsmál og rekstur og reyni að læra eins hratt og mögulegt er. Verð vonandi orðinn sæmilega sjóaður að áliðnu yfirstandandi ári.“

Sölukerfi VSV kom á óvart

Leiðir Marhólma og Vinnslustöðvarinnar hafa legið saman allt frá því fyrrnefnda fyrirtækið varð til. Halldór og Hilmar áttu Marhólma framan af en síðan gerðist Vinnslustöðin meðeigandi og eignaðist fyrirtækið að öllu leyti á árinu 2023.

„Ég er kominn í spennandi rekstrarumhverfi með VSV-samstæðuna sem bakhjarl. Stjórnendur móðurfélags og margra dótturfélaga eru nánast í daglegum samskiptum.
Virðiskeðja VSV er óslitin frá því hráefni er dregið úr sjó þar til framleiðslan endar á borði sushi-veitingastaðar í Los Angeles, svo dæmi sé tekið. Keðjan sem slík kom mér í sjálfu sér ekki á óvart en ég vissi ekki af nokkrum sterkum stoðum í samstæðunni. Til að mynda þekkti ég hvorki til Hafnareyrar né Leo Seafood, dótturfélaga Vinnslustöðvarinnar, hafði óljósa hugmynd um hlutdeildarfélagið Löngu sem Vinnslustöðin á 31°% hlut í.
Um dótturfélagið Grupexie SA í Portúgal hafði ég lesið og heyrt um góðan gang í framleiðslu og sölu saltfisks.
Sölunet Vinnslustöðvarinnar er margfalt umfangsmeira og öflugra en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað. Það kom mest á óvart.“

Stór hrognaframleiðandi á heimsvísu

„Meginverkefni Marhólma er að framleiða masago, lituð og bragðbætt loðnuhrogn sem aðallega eru seld til Bandaríkjanna og Evrópu þar sem þau eru notuð í sushi-mat á veitingahúsum og í neytendaumbúðum í verslunum.
Sushi er litríkt og mikið skreyttur matur í Bandaríkjunum en slíkt sést ekki eins mikið í Japan. Annað dæmi er skálar með hrísgrjónum, grænmeti og sjávarfangi, skreytt með litríkum hrognum, svokallaðar poke-skálar.
Slík matargerð er vissulega í japönskum anda en þróuð af japönskum fyrirtækjum í Bandaríkjunum og á Havaíeyjum. Japanar sjálfir fara einfaldari leiðir heima fyrir og kjósa í sinni sushi-matargerð frekar fisk á hrísgrjónakoddum, án umtalsverðra skreytinga.
Við framleiðum líka dökk loðnuhrogn og vinnum sömuleiðis  hrogn botnfiska, fyrst og fremst þorsks og ufsa. Búum til sykursaltmassa fyrir þær afurðir og seljum í Evrópuríkjum. Þorsk- og ufsahrogn eru mikið notuð í taramasalata (nokkurs konar hrogna-hummus) og í annarri matargerð af grískum uppruna.
Marhólmar eru stórir framleiðendur masago í alþjóðlegum samanburði og ég get upplýst að við erum til dæmis einn stærsti, einstaki innflytjandi sojasósu á Íslandi.
Sjávarútvegi fylgir óvissa, það vitum við og verðum í  þeim efnum að laga okkur að staðreyndum. Ef horft er til dæmis þröngt á stöðuna svitnum við hjá Marhólma ekki yfir loðnubrestinum í ár enda talsvert til af loðnuhrognum á lager hjá útgerðum landsins. Stóra myndin er hins vegar sú að það færi ekki vel með loðnumarkaðinn í Japan ef við upplifðnum annað loðnuleysisár 2025 þar sem ekki væri hægt að frysta heila loðnu handa Japönum.“

Þótti Íslendingar dónalegir í framkomu

Sverrir Örn skráði sig á sínum tíma í grunnnám í viðskiptafræði í Háskólanum á Bifröst og fór þaðan til Japans sem skiptinemi í eitt ár. Eftir komuna þaðan heim til Íslands lá leið hans stuttu síðar á ný til Asíu og þá til Suður-Kóreu. Þar settist hann á háskólabekk, byrjaði á námi í tungumáli innfæddra en lauk síðan meistaraprófi í alþjóðaviðskiptum og þjóðhagfræði. Dvölin í höfuðborginni Seúl varði í hálft fjórða ár.

„Ég get lesið talsvert á kóresku og bjargað mér á veitingahúsum og í einföldum samtölum en legg ekki í að ræða flóknari hluti á borð við stjórnmál og heimspeki við heimamenn á þjóðtungu þeirra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, var hins vegar einungis eitt ár sem skiptinemi í Suður-Kóreu og ég hef heyrt að hún hafi náð ótrúlega góðum tökum á tungumálinu.
Auðvitað eru forréttindi að hafa búið í Japan og Suður-Kóreu og kynnst þjóðfélögunum, hugsunarhætti fólksins, mataræði, siðum og venjum. Ég varð vissulega fyrir menningaráfalli í jákvæðum skilningi við að flytja til Japans en annað og neikvæðara áfall fékk ég við komuna til Íslands eftir langdvölina þar eystra. Mér fannst Íslendingar hreinlega dónalegir samskiptum við mig og sín á milli, svo mjög hafði ég fengið undir skinnið kurteisi og virðingu sem Japönum er í blóð borin.
Japanir og Kóreubúar eru að mörgu leyti ólíkar þjóðir, Kóreumenn opnari í samskiptum en Japanir fremur lokaðir þar til þú kynnist þeim betur.
Matarmenningin er líka ólík. Japanir kjósa einfaldleikann, vilja að hráefnið fái að njóta sín og spara krydd í matargerð. Kóreubúar eru duglegir að búa til alls kyns súpur og sósur, nota mikið krydd og vilja bragðsterkan mat.“

Arion banki í þremur landshlutum

Sverrir Örn hóf starfsferil sinn sem sumarmaður í kaupfélaginu á Höfn og í fiskvinnslu þar í bæ. Mörgum árum síðar flutti hann til Íslands frá Austurlöndum fjær, hámenntaður og reynslunni ríkari í fjarlægum heimshluta með smástoppi í London. Hann fór að skyggnast um bekki eftir starfi þar sem Asíuþekkingin kæmi að gagni en fann ekkert álitlegt í þeim efnum.

Þetta var árið 2014. Þá var lágdeyða í íslensku atvinnulífi og enn gáraði eftir bankahrunið. Blússandi gangur var að vísu í ferðaþjónustunni en starf á þeim vettvangi höfðaði ekki til Sverris Arnar. Þar var bara ekki starfsemi sem Sverri hugnaðist. Hann vildi eitthvað tengt sjávarútvegi og komst í álitlegt starf í Skagafirði.

„Ég gerðist verkefnisstjóri hjá FISK Seafood á Sauðárkróki við breytingar sem gerðar voru á Málmey SK-1 úr frystitogara í ísfisktogara. Við það starfaði ég í fjóra mánuði en færði mig þá yfir í útibú Arionbanka á Sauðárkróki og gerðist viðskiptastjóri fyrirtækja.
Frá Sauðárkróki lá leiðin suður og ég starfaði aðallega í sjávarútvegstengdum útlánum í aðalstöðvum Arionbanka þar til við fluttum til Egilsstaða á upphafsskeiði COVID og ég tók við starfi útibússtjóra Arionbanka. Þaðan kom ég hingað til Eyja.
Það hefur verið mikið flakk á mér og á okkur hjónum raunar líka. Mál er að því linni.
Lengsta samfellda dvölin mín hingað til var uppvaxtarskeiðið á Höfn í Hornafirði til 18 ára aldurs en nú finnst mér tímabært að staldra við og vera um kyrrt til lengri tíma litið.
Fyrstu kynni af Vestmannaeyjum og Eyjamönnum lofa góðu um að við höfum fundið jarðveg til að festa í rætur. Sjáum hvað setur.“

segir Sverrir í samtali við vsv.is. Fleiri myndir má sjá hér.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst