Herjólfur siglir nú til �?orlákshafnar þar sem Landeyjahöfn hefur verið ófær sl. daga. Á heimasíðu skipsins segir að nú standi yfir vinna við viðgerð á stýribúnaði veltiugga Herjólfs og af þeim sökum hefur Herjólfur aðeins siglt eina ferð á dag til �?orlákshafnar.
�?lduspá gefur ekki miklar væntingar á því að hægt verði að sigla til Landeyjahafnar næstu dag þó er smá möguleiki á að svo gæti orðið á morgun fimmtudag segir á heimasíðunni.
Ef siglt verður til �?orlákshafnar fram yfir helgi mun verða stefnt á að sigla tvær ferðir þangað amk bæði föstudag og sunnudag, nánar um það síðar.
Við viljum einnig biðja bílstjóra að eiga bíla þar sem dráttarkrókur er tekin af að hafa hann á þegar siglt er til �?orákshafnar. �?að flýtir fyrir og tryggir betri bindingu á bílunum.
Rétt er að benda farþegum okkar á að mikill veltingur getur verið um borð og því rétt að skoða vel ölduspá sérstaklega áður en lagt er í sjóferð með börn.