Á sama tíma og Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum var að fjara út náðist að ljúka viðgerð á 33 kV sæstreng VM2 til Vestmannaeyja. Viðgerðin hefur tekið alls um 26 daga, þar af fóru 12 dagar í bið í höfn vegna mikillar ölduhæðar á viðgerðarstað. Spenna var sett á strenginn í gærmorgun og verður hann væntanlega tekinn í notkun í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst