Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til loka tímabilisins. Frá þessu er greint á vefsíðu ÍBV. Víðir er 32 ára leikmaður sem er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en hann flutti sig til Stjörnunnar þegar hann var í 2. flokki og lék þar sína fyrstu leiki í efstu deild, eftir að hafa leikið fyrstu leiki sína í meistaraflokki með KFS árið 2009.
Víðir hefur síðan þá leikið 333 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 75 mörk, 140 leikjanna voru í efstu deild. Á síðustu leiktíð skoraði Víðir þrjú mörk í 16 leikjum þegar ÍBV tryggði sér sæti í efstu deild á nýjan leik. Víðir leikur aðallega í fremstu stöðum vallarins en hefur sýnt það að hann getur spilað í mjög mörgum leikstöðum. Í tilkynningu knattspyrnudeildar segir að það ríki mikil ánægja hjá knattspyrnudeildinni að Víðir leiki með liðinu í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst