Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna sem haldinn var í byrjun ágúst var ákveðið að lækka viðmiðunarverð á bæði þorski og ýsu. Viðmiðunarverð á slægðum þorski var lækkað um 6,1% og óslægðum um 4,3%.
Þá var viðmiðunarverð fyrir slægða ýsu lækkað um 4,4% og óslægða um heil 10%. Viðmiðunarverð fyrir bæði ufsa og karfa haldast óbreytt samkvæmt tilkynningu á vef Verðlagsstofu skiptaverðs.
Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Hér má sækja allar verðtöflur á vef Verðlagsstofu skiptaverðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst