Viðskiptavinir í Eyjum í kerfi bankans :: 1167 verður 0185:
15. maí, 2015
Frá og með morgundeginum, fimmtudeginum 14. maí, verða viðskiptavinir Sparisjóðs Vestmannaeyja færðir yfir í vöru- og vildarkerfi Landsbankans. Um leið breytist hið gamalkunna bankanúmer Sparisjóðsins úr 1167 í 0185. Leitast verður við að gera flutninginn eins þægilegan fyrir viðskiptavini og kostur er. Breytingin kemur í kjölfar sameiningar Landsbankans og Sparisjóðsins þann 29. mars síðastliðinn. Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans segir þetta talsverða vinnu og kemur hópur frá Landsbankanum í Reykjavík til að aðstoða starfsfólkið hér við breytingarnar.
�??Ekki þarf að skipta út greiðslukortum, debet- og kreditkortum, og verður hægt að nota þau þar til kemur að næstu endurnýjun. �?ryggis- og PIN-númer kortanna breytast ekki,�?? sagði Helgi. Skilmálar, verð á þjónustu og kjör munu breytast til samræmis við það sem er hjá Landsbankanum. Er upplýsingar um vörur, vildarkerfi og kjör hjá Landsbankanum að finna á heimasíðu Landsbankans, www. landsbankinn.is. Reikningar hjá Sparisjóði Vestmannaeyja verða aðgengilegir í netbanka Landsbankans á morgun, fimmtudaginn 14. maí. Eftir þann tíma verður eingöngu lesaðgangur að Heimabanka Sparisjóðsins opinn í þrjá mánuði.
�??Við byrjum breytingarnar í kvöld og eiga allir viðskiptavinir í Eyjum að vera komnir inn í kerfi Landsbankans á föstudagsmorguninn. Til þess að koma til móts við fólk þá verður þjónustuverið okkar, 410 4000 opið laugardag og sunnudag frá klukkan 10.00 til 14.00. Hvetjum við fólk hafi það einhverjar spurningar eindregið til að hafa samband. Við leggjum okkur öll fram um að tryggja að áhrif samrunans verði farsæl fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og samfélagið allt og hlökkum til að þjóna Eyjamönnum og öðrum sem bætast nú í hóp viðskiptavina Landsbankans,�?? sagði Helgi Staðan verri en talið var.
Nú liggur fyrir mat KPMG á stöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja fyrir samrunann við Landsbankann í kjölfar yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Sjóðnum í lok mars. �?á kom í ljós að eigið fé sjóðsins hafði rýrnað um 1 milljarð króna og var hann kominn langt undir lögbundið eiginfjárhlutfall. Tapið 2014 var samkvæmt ársreikningi 957 milljónir og eigið fé 98 milljónir. Niðurstöður KPMG eru að eigið fé Sparisjóðsins í árslok 2014 sé ofmetið um 146 milljónir. Hafi því í reynd verið neikvætt um 48 milljónir. Helgi segir að þessi niðurstaða sé í samræmi við mat Landsbankans við yfirtökuna.
�??Stofnfjárþegar fá greitt með hlutabréfum í Landsbankanum og eru Eyjamenn þá orðnir stærstu hluthafar í bankanum á eftir ríkinu sem er og verður langstærsti hluthafinn sagði Helgi. Stofnfjáreigendur í Vestmannaeyjum, bæjarsjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Vinnslustöðin og um 70 einstaklingar eru að skoða stöðu sína. Verða málefni Sparisjóðsins rædd á bæjarstjórnarfundi í dag. Nýr útibússtjóri Landsbankinn auglýsti eftir útibússtjóra í lok síðasta mánaðar og rann umsóknarfrestur út þann 11. maí. �??�?að sóttu fimmtán um stöðuna og er ánægjulegt að sjá hvað þetta er fjölbreyttur hópur. �?að verður ráðið í stöðuna annaðhvort seinni partinn í næstu viku eða í byrjun þar næstu viku,�?? sagði Helgi.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst