Vignir Stefánsson skoraði fimm mörk í dag í sigri U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta og var næst markahæstur liðsins. Íslenska liðið tekur nú þátt í undankeppni HM en leikið er í Serbíu og lék Ísland gegn Makedóníu. Ísland sigraði með sannfærandi hætti, 37:24 eftir að staðan í hálfleik var 21:11 fyrir Íslandi.