„Ég fór í myndatöku í gær og fékk þá niðurstöðu að hásinin á vinstri fætinum er slitin eins og ég vissi. Ég heyrði smellinn og fann strax að hásinin hefði slitnað og því komu þessar fréttir mér ekkert á óvart,“ sagði Hermann Hreiðarsson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið í gær.