Samkvæmt þingsályktunartillögu þingmanna nær allra flokka á Alþingi, verður komið upp nægjanlegri aðstöðu á Vestmannaeyjaflugvelli til að hægt verði að sinna millilandaflugi minni flugvéla. Sama gildir um Ísafjarðarflugvöll en þingmenn tillögunnar segja að millilandaflug geti eflt atvinnulíf og ferðaþjónustu í byggðarlögunum tveimur.