Vilja líka kaupa allt Fiskiðjuhúsið
26. janúar, 2007

Hún verður lögð fyrir bæjaryfirvöld og mun framhaldið ákraðast af viðbrögðum bæjarstjórnar. Ekki verður sótst eftir styrkum frá Vestmannaeyjabæ því verkefnið á að vera sjálfbært.

Egill �?rn Arnarson, verkefnastjóri �?gisauðs, staðfesti að félagið hefði gert tilboð í hús Ísfélagsins en hann sagði ekki tímabært að segja frá áætlunum þeirra. �?Já, það er rétt að við höfum gert tilboð í hús Ísfélagsins en teljum ekki rétt að segja nánar frá því hvað við erum að hugsa. Verkfræðistofa Páls Zóphóníassonar er að vinna greinargerð um mögulega nýtingu á húsinu og vegna breytinga sem þarf að gera á deiliskipulagi. �?ar kemur til kasta Vestmannaeyjabæjar og fyrr en ljóst er hver viðbrögð verða þar á bæ tel ég ekki rétt að upplýsa meira,�? sagði Egill �?rn.

�?gisauður hefur haft frumkvæði að verkefninu en unnið er að því að fá fjárfesta að því auk fagaðila. �?Við ætlum að kappkosta að sækja sem mest til Vestmannaeyja þegar við hefjumst handa. Á það við hönnuði og fagaðila á sem flestum sviðum auk byrgja. Okkur finnst eðlilegt að Eyjamenn fái að njóta verkefnisins með okkur því það er vestmannaeyískt. �?g legg áherslu á að við erum ekki að selja bænum eitt eða neitt eða falast eftir styrkjum. �?etta er sjálfbært verkefni og fáist í gegn breytingar á deiliskipulagi sem teljum nauðsynlegar verður stofnað félag um þetta glæsilega verkefni. �?að á svo eftir að koma í ljós þegar verður farið að skoða frekari nýtingu húsanna hvort ríki og bær geti nýtt sér aðstöðu sem í boði verður. �?að yrði þá í formi leigu en möguleikarnir eru miklir því við erum að tala um samtals 11.000 fm húsnæði,�? sagði Egill �?rn að lokum.

Hús Ísfélags og Fiskiðju er gömul fiskverkunarhús sem hafa lokið hlutverki sínu. Fái þau nýtt hlutverk er það mjög jákvætt fyrir samfélagið og gera má ráð fyrir að hugmynd aðstandenda �?gisauðs sá að útbúa þar íbúðir og eða hótel. Staðsetningin er frábær með útsýni yfir höfnina.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst