Fundurinn er liður í fundaherferð Ingibjargar Sólrúnar og frambjóðenda Samfylkingarinnar um landsbyggðina undir yfirskriftinni Jöfn tækifæri — Sókn fyrir Ísland allt.
Í máli sínu hefur Ingibjörg m.a. lagt áherslu á nauðsyn þess að skapa nýtt jafnvægi milli landsbyggðar og höfuðborgar. Jafnaðarstefnan sé besta leiðin til að skapa sátt í samfélaginu með jöfnum aðgangi allra landsmanna að grunnþjónustu eins og menntun, heilsugæslu, öldrunarþjónustu og fjölbreyttum atvinnutækifærum.
Fundirnir hafa verið ákaflega vel sóttir og fjörugar umræður skapast.
Fréttatilkynning.