Fangaverðir á Litla-Hrauni skora á stjórnvöld að fjölga fangelsisplássum á Eyrarbakka, í stað þess að ráðast í stórfellda uppbyggingu á Hólmsheiði í Reykjavík þar sem stendur til að byggja fangelsi með sextíu plássum. Fangaverðirnir segja tuttugu fangapláss yfirdrifið nóg á höfuðborgarsvæðinu. Hin fjörtíu plássin ætti að færa á Litla-Hraun. Slíkt sé hagkvæmara og tryggi góða þjónustu við fanga. Einnig er lagt til að Fangelsismálastofnun verði flutt í Árborg.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst