Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni, samgönguráðherra vegna fyrirhugaðra vegatolla á Suðurlandsvegi. SASS bendir á að nú þegar greiða ökumenn sem aka um Suðurlandsveg um einn og hálfan milljarð króna til vegamála í gegnum eldsneytisskatta og þá er ekki tekið með í dæmið bifreiðaskattar og vörugjöld. Þá fer SASS einnig fram á að fulls jafnræðis verði gætt og bendir á að nú þegar greiði Vestmannaeyingar há veggjöld sem eigi sér hvergi hliðstæðu í þjóðvegakerfinu. Fréttatilkynninguna má lesa í heild hér að neðan.