Eyjamenn ársins að mati Eyjafrétta voru hjónin Gísli M Sigmarsson og Sjöfn Benónýsdóttir. Í síðasta blaði Eyjafrétta eru viðtöl við öll börnin þeirra sjö talsins. �?ar lýsa þau uppvextinum og segja frá sínu strarfi, en öll hafa þau staðið í atvinnurekstri á einn eða annan hátt. Eina stúlkan í systkinahópnum, er Katrín. Í Eyjafréttum lýsir m.a. uppvextinum:
�??�?egar ég var sex eða sjö ára gömul lærði ég fyrstu setninguna mína á ensku; : Vill jú koffí ? ( will you coffee ). �?annig var mál með vexti að það höfðu útlendir ferðamenn tjaldað í svokölluðum Görðum sem voru stórt óbyggt svæði milli Faxastígs og �?vottahússins.�?að var brjálað veður og hafði rignt mikið. Mamma og pabbi höfðu áhyggjur af vosbúðinni sem ferðamennirnir upplifðu. Pabbi sagði mér að hlaupa til þeirra og segja Vill jú koffí…sem þau þáðu með þökkum og komu blaut og hrakin í veisluborð mömmu, sem þvoði og þurrkaði föt þeirra líka. Man reyndar ekki hvort þeim var boðin gisting líka.
Mamma stjórnaði heimilinu af krafti og dugnaði því pabbi var alltaf á sjó í minningunni. Auk þess sá hún allt bókhald fyrir útgerðina ásamt því að skera af netum og fella. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur, vildi Indiana dóttir mín klára skólann í Eyjum. Mömmu fannst ekkert mál að taka hana að sér það sem eftir lifði vetrar. Fleiri af börnum mínum voru oft hjá henni ef þau leituðu að vinnu hér í Eyjum á unglingsárum.
�?egar Katrín Eva dóttir mín kom til Eyja í íþróttaferðalag á vegum Leiknis var keppt í mikilli rigningu. Allur fatnaður orðinn hundblautur hjá öllum í liðinu. �?egar mamma frétti af því tók hún sig til og þvoði og þurrkaði af öllum hópnum.�??
Á myndinni er Sigmar, sá elsti og systirin Katrín.