Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni, gerði framkvæmdastjóri ráðsins grein fyrir stöðu málaflokks eldri borgara. Samkvæmt Hagstofu Íslands munu þeim mun Íslendingum 67 ára og eldri fjölga úr 36 þúsund í 54 þúsund til ársins 2025. Ástæða er til að ætla að sama þróun verði í Eyjum. �?að mun kalla á aukna þjónustu við þetta fólk og við því þarf að bregðast. Framkvæmdastjóri ráðsins lagði til að staðan yrði kortlögð og undirbúin verði frekari stefnumótun varðandi framtíðarsýn í málefnum fatlaðra og að skipaður yrði 5 manna stýrihópur. Hópurinn skal sérstaklega kortleggja aldurssamsetningu í Eyjum og leggja mat á líklega þróun. �?á skal mat lagt á núverandi þjónustustig og núverandi þörf. Að lokum skal leggja grunn að frekari stefnumótun og þróun þjónustu við eldri borgara um leið og mat verður lagt á kostnað við slíkt.
Ráðið samþykkti að í hópnum sitji Páll Marvin Jónsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Geir Jón �?órisson, Birna �?órsdóttir og Auður �?sk Vilhjálmsdóttir sem öll eiga einnig sæti í Fjölskyldu- og tómstundaráði. Með hópnum starfi Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu bæjarins og Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs. Starfshópurinn mun eiga samstarf við aðra fagmenn á sviði öldrunarmála, þar með talið þjónustuhópi aldraðra. Hópurinn fundi reglulega í tengslum við fundi F&T og skili af sér niðurstöðum fyrir árslok.