Villa reyndist vera í lista sem Ríkisskattstjóri sendi fjölmiðlum í morgun yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin í fyrra. Villan fólst í því að það vantaði nokkra menn á listann. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er engu að síður skattakóngur annað árið í röð og Guðbjörg Astrid Skúladóttir er í öðru sæti.