Á vef Elko er kynntur til leiks nýr tölvuleikur, Herjólfur Simulator. Í leiknum sest spilari í skipstjórnarsætið um borð í Herjólfi en einnig í stól framkvæmdastjóra því bæði þarf að sigla skipinu og að reka það.
�??Sigldu með farþega og bifreiðar í glænýjum íslenskum hermir. Spilari þarf bæði að sjá um siglingar skipsins og reka fyrirtækið sjálft. Spilari þarf þar að taka á erfiðum málum þar sem viðfangsefnin eru meðal annars ónýtar hafnir, verkföll, yfirvinnubönn, óánægðir farþegar, uppreisn skipsverja og margt fleira. Hefur þú það sem þarf til að komast með farþega á þjóðhátíð?�?? segir í kynningu á hinum nýja leik. Leikurinn kostar aðeins 6.995 kr.
�?á kemur einnig fram að 22. apríl komi sérstakur aukapakki fyrir leikinn þar sem hægt verður að spila í extreme mode og hægt að sigla bátnum á víkingatíma, ræna og rupla hin ýmsu þorp á ströndum Íslands. �??Passive 3D gleraugu fylgja og farmiði með Herjólfi – ALV�?RU 3D!�??
�?rír hafa gefið umsagnir fyrir nýja leiknum:
Vigdís
mán., 31 mar. 2014
�?essi fær 4 af 5…**** Er strax búin að panta Herjolfur Simulator 2015! Var að vonast eftir Althingi 2 en þessi er frábær líka
Elliði
mán., 31 mar. 2014
Einhvað sem allir eyjamenn ættu að eiga, Hlakka til þegar þetta kemur á Android og iOS.. tilvalið að spila á ferðinni.
Hallgrímur
mán., 31 mar. 2014
Besti leikur Ever!!!