Vinnslustöðin kaupir Eyjaís og tvöfaldar frystirými sitt
27. febrúar, 2014
Hluthafafundur í Vinnslustöðinni hf. samþykkti í dag að kaupa nær 93% hlut í fyrirtækinu Eyjaís ehf., sem framleiðir ís fyrir skip og báta við Vestmannaeyjahöfn. Efni kaupsamnings er að öðru leyti trúnaðarmál.
�?á var samþykkt að fela stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) að hefja formlegar viðræður um sameiningu VSV og Ufsabergs-útgerðar ehf. Meirihluti eigenda VSV samþykkti sameiningu þessara félaga á hluthafafundi síðla árs 2012 en í mars 2013 dæmdi Hæstiréttur Íslands samrunann ógildan að kröfu Stillu útgerðar ehf., KG fiskverkunar ehf. og Guðmundar Kristjánssonar, sem eru í eigendahópi VSV. Fulltrúar þessara hluthafa lögðust gegn tillögu um nýjar sameiningarviðræður á hluthafafundinum í dag.
Stjórnarformaður VSV greindi hluthöfum frá ákvörðun stjórnar félagsins um að stækka frystigeymslu VSV á Eiðinu. Geymslurýmið tekur nú um 4.000 tonn af frystum sjávarafurðum en mun meira en tvöfaldast að stærð með framkvæmdunum sem hefjast að öllum líkindum núna sumarið 2014. Stækkun frystigeymslunnar er í samræmi við þá breyttu stefnu VSV að halda birgðir sínar af frystum afurðum hér heima frekar en erlendis. Sú ráðstöfun er til hagræðingar og sparnaðar þegar til lengri tíma er litið.
Hluthöfum var enn fremur greint frá því að Vinnslustöðin muni innan tíðar efna til lokaðrar samkeppni arkitekta og verkfræðinga um skipulag á athafnasvæði sínu með það fyrir augum að reisa þar nýtt frystihús fyrir uppsjávarafurðir.
Stjórnarformaður fagnaði því á fundinum að náðst hefði samkomulag Vestmannaeyjabæjar, Vinnslustöðvarinnar og Ísfélags Vestmannaeyja um framtíðarskipulag hafnarsvæðisins í Eyjum. �?ar er kveðið á um að bæjaryfirvöld láti vinna nýtt deili- og aðalskipulag fyrir hafnarsvæðið með auknu athafnarými að sunnanverðu í botni Friðarhafnar. Ísfélagið lætur rífa hús sitt að Strandvegi 36 og Vinnslustöðin lætur rífa austurhús Fiskiðjunnar. Fyrirtækin afhenda bænum síðan báðar lóðir án kvaða.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst