Viska hefur kynnt nýtt framtak fyrir vorönn 2025 þar sem fyrirtæki í Vestmannaeyjum fá tækifæri til að kynna starfsemi sína. Fundirnir verða haldnir einn fimmtudag í mánuði í hádeginu og eru opnir öllum þeim sem vilja kynnast betur því fjölbreytta fyrirtækjalífi sem Eyjarnar hafa upp á að bjóða, en fjölmörg stór og smá fyrirtæki eru starfandi í Vestmannaeyjum. Á fundunum er boðið upp á kaffi og léttar veitingar. Fyrsti hádegisfyrirlestur fór fram í síðustu viku og voru það fyrirtækin Eyjablikk og Tranbergs bakarí sem kynntu sína starfsemi.
Næsta fyrirtækjakynning verður þann 06. mars en þá munu Laxey og Vöruhúsið kynna sína starfsemi. Mikilvægt er að skrá sig á fundina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst