Sjósamgöngur okkar Vestmannaeyinga hafa meira og minna verið í miklum ólestri í vetur. Við höfum því eðlilega verið pirruð og svekkt, sérstaklega þar sem svo miklar væntingar voru bundnar við opnun Landeyjahafnar síðastliðið sumar. Ég ætla ekki að kenna einum frekar en öðrum um hvernig ástandið hefur verið í vetur en ef fyllstu sanngirni er gætt leika náttúruöflin langstærsta hlutverkið. Bilanir og líklega einhver mannleg mistök koma án efa eitthvað einnig við sögu eins og gengur. Af þessu þurfum við að læra.