Kosningar snúast um traust. Við veljum fólk til að standa vörð um velferð okkar og ætlumst til að þau leggi sig öll fram. Í fyrsta skipti á ævinni tók ég nú ákvörðun um þátttöku í framboði. Einungis eitt framboð kom til greina og það var listi Sjálfstæðismanna. Ástæðan er einföld. Enginn annar flokkur hefur staðið jafn dyggan vörð um það sem öllu skiptir fyrir okkur Eyjamenn, sjávarútveginn.