�?Við vorum stanslaust að í gærkvöldi, frá því að við lokuðum klukkan 19.00 og ég var hérna að eitthvað fram á nótt. �?etta eru talsverðar breytingar sem þurfti að vinna í tölvukerfinu og svo þurfti auðvitað að verðmerkja allt að nýju þannig að þetta var töluverð vinna,�? sagði Ingimar í samtali við blaðamann fyrr í dag. �?�?etta eru milli 6 og 7% lækkun núna í fyrstu umferð. Inni í þessu er líka niðurfelling á vörugjöldum og það skilar sér ekki strax til neytenda þar sem heildsalar eru enn með vörur inni hjá sér sem þeir greiddu vörugjöld af. �?annig að eftir svona tvær vikur má segja að vörulækkunin skili sér að fullu.�?
Hann segir að mestu muni á sælgæti og gosi þar sem virðisaukaskattur fer úr 24,5 % í 7% en af öðrum matvörum fer lækkar virðisaukaskatturinn úr 14% í 7%. Sem dæmi nefndi Ingimar að 2 lítrar af Kóki fer úr 225 í 195, 1 lítri af mjólk lækkar úr 88 krónum í 82 og brauð úr 289 krónum í 269.
Ingimar segir viðskiptavini spyrja talsvert um lækkunina. �?Fólk er kannski ekki alveg með það á hreinu hvað sé að lækka og hversu mikið en við erum spurð talsvert. Hins vegar sé ég ekki að mínir viðskiptavinir hafi verið að bíða með sín innkaup sérstaklega þar til eftir mánaðarmót,�? sagði Ingimar að lokum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst