Þekkingarsetur Vestmannaeyja rannsakar áfram veiðar og nýtingu á rauðátu, en setrið hefur staðið að rannsóknum á veiðum og vinnslu á rauðátu undanfarin ár. Verkefnið snýst um að kanna möguleika á veiðum og vinnslu á rauðátu við suðurströnd landsins.
Þekkingarsetrið er með leyfi til veiða á 1.000 tonnum á rauðátu á ári. Fram að þessu hefur setrið gert út rannsóknabát sinn Friðrik Jesson VE til sýnatöku. Um helgina var svo rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson gert út til rannsóknar á rauðátunni. Skipið kom til hafnar í Eyjum snemma í morgun.
Unnið í samstarfi við helstu sérfræðinga á heimsvísu
Hörður Baldvinsson, framkvæmastjóri Þekkingarsetursins, segir í samtali við Eyjar.net að túrinn hafi gengið frábærlega. „Við vorum að fá allt að 500 kg á togtíma.“
Hörður segir að verkefnið sé unnið í samstarfi við helstu sérfræðinga á heimsvísu. „Næstu skref eru áframhaldandi sýnatökur og vöruþróun í samvinnu við Hafrò, Háskóla Íslands og Matís, svo einhverjir séu nefndir.“
Samkvæmt Hafrannsóknastofnun er áætlað að árlegur lífmassi rauðátu við landið sé um 8 milljónir tonna og er massinn mestur við suðurströndina. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá túrnum.

https://eyjar.net/raudatu-verkefnid-hlytur-styrk/




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.