„Vorum að fá allt að 500 kg á togtíma.“

Þekkingarsetur Vestmannaeyja rannsakar áfram veiðar og nýtingu á rauðátu, en setrið hefur staðið að rannsóknum á veiðum og vinnslu á rauðátu undanfarin ár. Verkefnið snýst um að kanna möguleika á veiðum og vinnslu á rauðátu við suðurströnd landsins.

Þekkingarsetrið er með leyfi til veiða á 1.000 tonnum á rauðátu á ári. Fram að þessu hefur setrið gert út rannsóknabát sinn Friðrik Jesson VE til sýnatöku. Um helgina var svo rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson gert út til rannsóknar á rauðátunni. Skipið kom til hafnar í Eyjum snemma í morgun.

Unnið í samstarfi við helstu sérfræðinga á heimsvísu

Hörður Baldvinsson, framkvæmastjóri Þekkingarsetursins, segir í samtali við Eyjar.net að túrinn hafi gengið frábærlega. „Við vorum að fá allt að 500 kg á togtíma.“

Hörður segir að verkefnið sé unnið í samstarfi við helstu sérfræðinga á heimsvísu. „Næstu skref eru áframhaldandi sýnatökur og vöruþróun í samvinnu við Hafrò, Háskóla Íslands og Matís, svo einhverjir séu nefndir.“

Samkvæmt Hafrannsóknastofnun er áætlað að árlegur lífmassi rauðátu við landið sé um 8 milljónir tonna og er massinn mestur við suðurströndina. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá túrnum.

bjarni_saem_raudata_opf_24
Skipið gert klárt fyrir túrinn. Eyjar.net/ÓPF

https://eyjar.net/raudatu-verkefnid-hlytur-styrk/

 

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.