Vorum samferða í gegnum lífið
28. júní, 2013
Í DV í dag er viðtal við Bjartmar Guðlaugsson og Ragnheiði Rut Georgsdóttur, en þau ætla að halda málverkasýningu í Eyjum á goslokunum um næstu helgi í minningu föður Ragnheiðar, – Georg Kristjánsson. „Við ætlum að halda sýninguna í minningu Gogga og það er alveg æðislegt að geta gert það á þessum tímamótum, þegar 40 ár eru liðin frá goslokum,“ segir listamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson sem heldur myndlistarsýninguna 40 myndir á 40 árum á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Þar mun hann sýna myndlistarverk sín ásamt kærri vinkonu; Ragnheiði Rut Georgsdóttur eða Röggu Gogga eins og hún er gjarnan kölluð.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst