Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafnaði í dag kröfu Brims hf. um að setja lögbann á hluthafafund í Vinnslustöðinni hf. em boðað var til á morgun. Jafnframt synjaði sýslumaður kröfu Brims um að Vinnslustöðinni væri gert að greiða málskostnað að mati sýslumanns og annan kostnað sem gerðarbeiðandi (Brim) hefði af málinu.
Hluthafafundur Vinnslustöðvarinnar hf. sem boðaður er kl. 11.00 á morgun, miðvikudag þar sem kjósa á nýja stjórn í félaginu verður því haldinn á áður auglýstum tíma.
Af VSV.is.
Á myndinni eru lögmenn aðila að koma frá sýslumanni í gær. Ásgeir Sigurður Ágústsson, lögmaður Brims og Helgi Jóhannsson og Lilja Arngrímsdóttir, lögmenn Vinnslustöðvarinnar.