Menningarráði Suðurlands bárust hundrað og þrettán umsóknir um styrki til menningarverkefna en frestur til að sækja um rann út í lók febrúar sl.. Um er að ræða fyrri úthlutun styrkja á árinu 2008. Þetta eru ívið fleiri umsóknir en bárust á árinu 2007, en þá bárust ráðinu 81 umsóknir. Þá fengu 55 menningarverkefni styrki á bilinu 30 þúsund til 2,0 milljón kr., samtals tæplega 22 milljónir. Aðeins lægri upphæð verður til úthlutunar að þessu sinni vegna þess að úthlutanir eru tvær á árinu, en búast má við að samtals verði um 30 milljónir settar í styrki á árinu 2008.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst