Nú hafa um 250 manns skráð sig í Vestmannaeyjahlaupið sem fer fram klukkan 12:00 á morgun. Þátttakan hefur farið fram úr björtustu vonum skipuleggjenda, sem vonuðust eftir 100 hlaupurum. Öllu er til tjaldað í hlaupinu og verður m.a. lögleg tímataka í hlaupinu. Keppendur eru hvattir til að sækja númerin sín í kvöld í íþróttamiðstöðinni.