Á fundi framkvæmdaráðs á mánudaginn lá fyrir bréf frá Umhverfisstofnun þar sem fram kom að dagsektir, sem lagðar voru á Sorporkustöð Vestmannaeyja frá 1 júlí sl., hafa verið felldar niður frá 6. júlí í framhaldi af niðurstöðum mælinga vegna ryks í útblæstri. Ráðið fagnaði niðurstöðunni en Vestmannaeyjabær hefur frá upphafi mótmælt dagsektunum. Ekki er þó um algjöran sigur að ræða því dagsektir í fimm daga standa.