Yngvi Borgþórsson fékk þungt högg á síðuna á upphafsmínútunni í bikarleiknum í gær gegn ÍR. Hann lék þó næstu 20 mínútur og hefði sennilega klárað leikinn en var gegn vilja sínum tekin útaf. Yngvi var lagður inn á sjúkrahúsið strax að leik loknum og kom í ljós að hann var illa rifbeinsbrotinn. Yngvi þarf að taka algjöra hvíld frá fótbolta í amk 5 vikur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst