Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur í samráði við þingmenn kjördæmisins óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra ásamt forstöðufólki heilbrigðisstofnanna á Selfossi, í Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ. Björgvin segir tillögur í fjárlagafrumvarpi um niðurskurð og tilfærslu á þjónustu frá stofnunum til Reykjavíkur vera óskynsamlegar og mega aldrei ná fram að ganga.