ÍBV náði þeim glæsilega áfanga að vera með 100% árangur á heimavelli í sumar en á Hásteinsvellinum tapaði ÍBV ekki stigi. Síðasta púslinu var komið fyrir í kvöld þegar Eyjamenn tóku á móti Haukum en það tók ÍBV ekki nema tólf mínútur að gera út um leikinn en þá var staðan orðin 3:0 ÍBV í vil. Lokatölur urðu hins vegar 5:1 en þrír síðustu leikir ÍBV eru á útivelli, tveir gegn neðstu tveimur liðunum og síðasti leikurinn gegn Selfyssingum, sem eru í 2. sæti deildarinnar.