Laxey hlaut þessa viðurkenningu á hátíðarkvöldi Þjóðmála í vikunni og kemst í hóp ekki minni aðila en Amoraq (AMTQ) sem fékk viðurkenninguna í fyrra og Oculis (OCS) sem fékk viðurkenninguna árið á undan en þessi fyrirtæki eru í dag talin í hópi mestu vaxtafélaga í íslensku kauphöllinni.
Uppbyggingin hjá Laxey er einnig sennilega ein mesta atvinnuuppbygging á einu atvinnusvæði á Íslandi í dag. Til að setja þessa upphæð í eitthvert samhengi jafngildir hún að hver og einn íbúi í Vestmannaeyjum myndi leggja yfir 20 milljónir í verkefnið !

Það sem styður ennfrekar við þessa uppbyggingu hjá Laxey er að hún er á áætlun:
Fyrstu hrognin tekin í hús í nóvember 2023.
Fyrstu seiðin sett í áframeldi í nóvember 2024.
Fyrsta slátrun í nóvember 2025.
Þessi tímalína er sennilega íslandsmet í jafnvíðamikilli uppbyggingu með 4-5 kg slátrun þar sem 98% fer í svokallaðan superior gæðaflokk.
Því er mjög mikilvægt að innviðir haldi í við þessa mikilvægu útflutningsgrein og að farið verði í nauðsynlegar fjárfestingar til að tryggja framgang þessa verkefnis auk annarra verkefna sem þegar eru byrjuð að koma í ljós og önnur handan við hornið.
Klasamyndunin er hafin þar sem Laxey er bara toppurinn á ísjakanum. Hvet ég alla til að lesa nýlega grein við Lárus Ásgeirsson stjórnarformann hjá Laxey og kynna sér hvað í raun er að gerast hjá Laxey og í Vestmannaeyjum.
Innilegar hamingjuóskir til allra starfsmanna hjá Laxey og allra Eyjamanna ásamt þökkum til Þjóðmála.
Jóhann Halldórsson



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst