107 einstaklingar í Vestmannaeyjum á atvinnuleysiskrá
18. mars, 2021

Minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru nú 107 einstaklingar í Vestmannaeyjum á atvinnuleysiskrá hjá stofnuninni í febrúar. Af þeim eru 26 einstaklingar sem hafa verið á atvinnuleysisskrá í meira en 12 mánuði. Það gefur ákveðnar vísbendingar um að stór hluti af skráðum einstaklingum er atvinnulaust til skemmri tíma. Af þessum 107 einstaklingum eru 38 einstaklingar í störfum í sjávarútvegi. Mörg dæmi eru um að sjómenn og starfsfólk í vinnslu skrái sig atvinnulaust milli vertíða. Ekki er hægt að sjá í upplýsingakerfum Vinnumálastofnunar hversu margir af umræddum 38 einstaklingum eru sjómenn eða starfsfólki í vinnslu, en það gæti skýrt hátt hlutfall atvinnuleysis nú.

Bæjarráð þakkaði upplýsingarnar og hvetur forstöðumenn stofnana Vestmannaeyjabæjar til þess að skoða möguleika á því að ráða einstaklinga í Vestmannaeyjum á atvinnuleysiskrá til starfa hjá bænum í gegnum úrræði hjá VIRK endurhæfingarsjóði.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.