Dagur einhleypra eða ,,singles day“ er í dag 11. nóvember. Dagurinn hefur á síðustu árum orðinn aftar vinsæll og er orðinn einn stærsti netverslunardagur ársins á heimsvísu.
Dagurinn á uppruna sinn í Kína þar sem hann byrjaði sem skemmtilegur dagur fyrir einhleypa, en hefur á síðustu árum breyst í stóran afsláttardag hjá mörgum verslunum víða um heim. Þó að Singles Day sé ekki jafn rótgróinn á Íslandi og í öðrum löndum þá hafa íslensk fyrirtæki farið að taka hann inn síðastliðin ár og boðið viðskiptavinum ýmis tilboð og afslætti.
Hér má sjá lista af þeim fyrirtækjum sem taka þátt í deginum hér í Eyjum*:
Flamingo – 20% afsláttur af öllum vörum.
Salka – 20% afsláttur af öllum vörum.
Skvísubúðin – 20% afsláttur af öllum vörum.
Póley – 15% afslátt af öllum vörum í verslun og með kóðanum 1111 á netverslun.
Heima Decor – 20% afslátt öllum vörum, nema Royal Copenhagen og jólaóróa, 10% af því.
Vöruhúsið – 15% afsláttur af gjafabréfum.
Penninn – ýmis tilboð af völdum vörum.
*Ef þitt fyrirtæki tekur þátt í deginum og er ekki á listanum þá hvetjum við þig til að láta vita á eyjafrettir@eyjafrettir.is, svo hægt sé að bæta því við.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.