Hún átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum, konan sem fékk símtal frá Íslenskri getspá. En það símtal var tilkynning um að hún hefði verið ein með allar tölur réttar í Lottó síðasta laugardag sem tryggði henni tvöfaldan pott; rétt rúmar 20 skattfrjálsar milljónir króna.
Fengið dálitla hjálp að handan
Í tilkynningu frá Getspá segir að konan sé á fimmtugsaldri og búsett á höfuðborgarsvæðinu. Hún og hennar nánasta fjölskylda hefur að undanförnu tekist á við sorg og erfiðar tilfinningar í kjölfar fráfalls náins fjölskyldumeðlims. Taldi hún því allar líkur á að hún hefði fengið dálitla hjálp að handan því í stað sinna hefðbundnu lottótalna ákvað hún á síðustu stundu að velja sjálfval á lotto.is – sem skilaði henni stóra vinningnum síðastliðið laugardagskvöld og langþráðum gleðitárum um leið.
Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar vinningshafanum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst