Kallað eftir stórskipahöfn í Þorlákshöfn
11. ágúst, 2007
Bæjaryfirvöld í Ölfusi hafa ritað forsætisráðherra bréf þar sem skorað er á ríkisstjórnin að byggja stórskipahöfn í Þorlákshöfn í stað Bakkafjöruhafnar, sem yrði hvorki fugl né fiskur. Stórskipahöfn í Þorlákshöfn myndi koma öllum sunnlenskum fyrirtækjum til góða og er nauðsynleg aðstaða fyrir væntanleg stórfyrirtæki í Þorlákshöfn. .

„Markmiðið með bréfinu var að vekja athygli á því að nauðsynlegt er að stækka höfnina. Fyrirtæki, sem sækja eftir aðstöðu í Þorlákshöfn, kalla á slíkt, en það eru vatnsverksmiðjan, einingarverksmiðjan og hugsanlegt álver,” segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss. Ólafur segir að best sé að sameinast um eina almennilega höfn á Suðurlandi, í stað þess að deila kostnaðinum niður á Bakkafjöruhöfn. Mun nær væri að kaupa hraðskreiðari ferju milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst