Eyjastemning hjá Toyota á laugardaginn

Næstkomandi laugardag klukkan 12:00 opnar í húsnæði Toyota Nýbílavegi sýning á ljósmyndum Sigurgeirs Jónassonar. Sigurgeir er sá einstaklingur sem hefur náð að skrásetja á filmu sögu eyjanna síðustu áratugi og er talið að ljósmyndasafn hans teljist í milljónum mynda.

Sigurgeir hefur haft sérstakan áhuga á óviðjafnalegri fegurð náttúru Vestmannaeyja, dýra- og fuglalífi þeirra og fjölbreytilegu mannlífi. Í safni hans er gríðarlegur fjöldi ljósmynda af einstökum listaverkum náttúrunnar. Með athugulum augum hefur Sigurgeir náð að festa á mynd ótrúlega skúlptúra og form, sem almenningi yfirsést í daglegri umgengni við umhverfi sitt.

Toyota bíður í opnun á þessari ljósmyndasýningu Sigurgeir næstkomandi laugardag frá 12:00 – 16:00 og verður sýningin uppi í húsnæði Toyota næstu vikurnar.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.