Gunnar Heiðar og Hermann í byrjunarliði Íslands í kvöld
22. ágúst, 2007

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Hermann Hreiðarsson eru byrjunarliði Íslands í kvöld þegar landsliðið mætir Kanadamönnum á Laugardalsvelli klukkan 18:05.
Ívar Ingimarsson fyrrverandi leikmaður ÍBV er einnig í byrjunarliðinu.

 

Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa haldið því fram að Gunnar Heiðar sé á leiðinni frá Hannover 96 yfir í sænska boltann, en Gunnar Heiðar spilaði frábærlega fyrir Halmstad en með því liði varð Gunnar Heiðar markakóngur sænsku deildarinnar á sínu fyrsta tímabili.
Gera má ráð fyrir því að einhverjir njósnarar verði á vellinum í kvöld að fylgjast með Gunnari en þjálfari Hannover 96 hefur ekki séð ástæðu að nota Gunnar á þessari leiktíð.

No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst