Stilla náði ekki í Vinnslustöðina
22. ágúst, 2007

Stillu ehf. og tengdum félögum mistókst að tryggja sér yfirráð yfir Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Eigendur óverulegs hlutafjár samþykktu tilboð Stillu sem hljóðaði upp á 8,5 krónur á hlut. Áður höfðu Eyjamenn gert yfirtökutilboð sem hljóðaði upp á 4,6 krónur á hlut.

Heimamenn í Vestmannaeyjum óttuðust um framtíð Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum næði Stilla yfirráðum yfir félaginu. Stilla og tengd félög eiga um þriðjung hlutafjár og ná ekki meirihluta með kaupunum.

Hróbjartur Jónatansson lögmaður, sem hafði umsjón með tilboði Stillu, vildi þó ekki gefa upp nákvæmlega hve mikið hlutafé Stilla hefði keypt fyrr en búið væri að tilkynna það réttum aðilum. Hann segir óvíst hvað Stilla gerir í framhaldinu. Félagið er í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, sem kenndir eru við Brim.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst