Gilli Foster með vinsælustu bloggurum landsins.
10. september, 2007

Gísli Hjartarson eða Gísli Foster eins og hann er kallaður daglega er í 6.sæti yfir vinsælustu bloggara mbl.is. Gísli Foster sem heldur úti bloggsíðunum www.fosterinn.net og http://fosterinn.blog.is hefur skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Ekkert er Gísla heilagt þegar viðkemur blogginu hans.

www.eyjar.net heyrðu í Gísla og spurðu hann út í þessa velgengni:

Nú ertu kominn í 6.sætið yfir vinsælustu bloggara mbl.is stefnirðu hærra upp listann?
Þessi staða hefur komið mér gjörsamlega í opna skjöldu. Hvað veldur því að ég fæ allar þessar heimsóknir veit ég ekki, það verða í raun aðrir að segja þér af hverju fólk kíkir við. En þetta er ágætis afþreying og gaman ef fólk sýnir því áhuga. Stefnan var upphaflega sett á það í vor af mér og félaga mínum Jóni Óskari ( http://jonki.blog.is ) að reyna að komast inn á topp 10 í eins og eitt skipti og það tókst hjá okkur, og líka Kjartani Vídó, og þá sló maður slöku við en svo ákvað ég að fara að blogga aftur eftir sumarfrí og það hefur bara greinilega kveikt í lýðnum, því þetta er ótrúlegur fjöldi sem kíkir við.
 
Fer mikill tími í að blogga á hverjum degi?
Ekkert hrikalega mikill, en það er misjafnt, hugsa að stundum þegar mikið er í þetta lagt að maður fórni kannski 90 mínútum í þetta á dag kannski upp í 120 mínútur – en þetta er ekkert meir tími en fer í að horfa á leik í sjónvarpinu – fólk virðist líka hafa gaman af þessu og ég rukka ekkert 365 miðla gjald fyrir lesturinn.
 
Nú bloggarðu um fjölda málefna, allt frá íþróttum, stjórnmálum, Britney Spears og upp í Lotto, hvað er skemmtilegast að blogga um?
Öll málefni geta gefið tilefni til þess að maður læði inn pistli, en þeir eru æði misjafnir skal ég segja þér allt frá einni línu og upp í hálfgerða ritgerð. En auðvitað eru sum málefni manni hjartfólgnari en önnur. Anna Nicole Smith og hennar málefni hafa skorað vel hjá mér, íþróttir (allar greinar meira að segja Formúla sem ég er engin sérstakur áhugamaður um), eins hefur George Bush á köflum fengið pistla enda undarlegur fýr þar á ferð. Annars má kannski segja að maður tjái sig um allt mögulegt og oft fer það eftir því hversu góðu skapi maður er í hvaða málefni maður leggur lið hverju sinni.
Sennilegast er skemmtilegast að sjá hvað fólk nennir að blogga um tölurnar í lottó-inu – eins áhugavert og það kann að hljóma, ég setti mér það markmið  á sínum tíma að setja alltaf koment á lottó-tölurnar en svo um daginn þegar ég ætlaði að gera það  þá vissi ég ekkert hvað ég átti að segja og sleppti því.
 
Eru lesendur blogsins mikið að kommenta á skrif þín?
Það hefur aukist og það er með það rétt eins og skrif mín að það er misjafnlega gáfulegt sem sett er fram

www.eyjar.net óskar Gilla til hamingju með árangurinn
 

 

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst