Vandamálin verða alvarlegri því fyrr sem drykkjan byrjar
2. október, 2007

Unglingsárin eru mikill umbreytingatími og getur sett mark á allt lífsskeið einstaklingsins.
Við þurfum því að styðja og vernda börnin okkar sem mest við getum á þessu viðkvæma aldursskeiði. Með því að ræða við börnin og setja þeim skýr mörk, virða útivistartíma og auka samverustundir foreldra og barna geta foreldrar unnið að forvörnum.

Ef foreldrar mynda samstöðu með öðrum foreldrum um ýmis uppeldisleg gildi vinna þeir gegn hópþrýstingi og leggja sitt af mörkum til forvarna í sínu hverfi. Það er mikið í húfi og rannsóknir sýna að hvert ár sem börnin bíða með að byrja að drekka skiptir verulegu máli. Foreldrum er mikið í mun að styrkja sjálfsmynd barna sinna og undirbúa þau sem best fyrir framtíðina og til að takast á við þau áreiti sem beinast að þeim. Áfengisauglýsingar eru ólöglegar hér á landi og með öllu óþolandi að það skuli líðast að á miklum áhorfstímum í sjónvarpinu og í heilsíðuauglýsingum dagblaðanna skulu slíkar auglýsingar fá svo mikið rými sem raun ber vitni.
Það skiptir foreldra líka máli hvernig staðið er að unglingaskemmtunum, hvaða hefðir skapast  t.d. í kringum skólaböll og hvað þar fer fram.  Að unglingar haldi eftirlitslaus partý, taki á leigu svokallaðar limosínur fyrir árshátíðir eða haldi nokkurs konar manndómsvíxlur með áfengi við lok samræmdra prófa er eitthvað sem foreldrar ættu að ræða sín í milli. Áfengisauglýsingar og aðgengi unglinga að áfengi er líka eitthvað sem foreldrar geta látið til sín taka.
Foreldrasamvinna og gott bekkjarstarf eru víða í skólum og rannsóknir sýna að ávinningurinn af slíku starfi kemur fram í betri líðan unglinga, bættum námsárangri og ekki hvað síst í minna brottfalli úr námi.  Það er skylda allra foreldra að gera sitt besta til að skila góðum þjóðfélagsþegnum út í samfélagið og með umhyggju, aðhaldi og eftirliti geta foreldrar lagt sitt af mörkum til forvarna. Fræðsla um skaðsemi reykinga og neyslu áfengis og vímuefna  er nauðsynleg og við megum ekki sofna á verðinum.

Á fundi hjá Náum áttum hópnum sem haldinn var í tengslum við Vímuvarnarvikuna fyrir tveimur árum lýsti Sigurlína Davíðsdóttir lektor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ þeim félagslegu þáttum sem áfengis-og vímuefnaneysla hefur á fjölskylduna og sagði að því meira sem umburðarlyndið væri gagnvart neyslunni því meiri líkur væru á unglingadrykkju. Sigurlína lagði áherslu á að því lengur sem hægt væri að fresta byrjunaraldrinum því minni lýkur væru á að unglingar lentu í erfiðleikum og að vandamálin yrðu alvarlegri því fyrr sem drykkjan byrjaði.
Hún sagði einnig  að unglingar byrjuðu oft að drekka til að skemmta sér og auka gleði sína, en lítill hluti hópsins er fljótlega farinn að nota áfengi til að ráða við neikvæðar tilfinningar og vanlíðan. Séu vinirnir í drykkju er meiri hætta á að unglingurinn leiðist út í drykkju. Einnig talaði hún um nokkur hlið í þróun neyslunnar og að reykingar og bjórdrykkja leiddu yfirleitt til neyslu sterkari drykkja eða neyslu ólöglegra vímuefna. Hættan á alkóhólisma minnkar um 14% við hvert ár sem neyslan frestast. Þeir sem eiga á hættu að byrja snemma að drekka eru börn sem leiðist fljótt, sem forðast neikvæðar afleiðingar af eigin gjörðum, geta illa beðið eftir umbun og hafa alist upp við drykkju foreldra. Oft eiga börn sem eru í neyslu sögu um afbrot, lélega tengingu við skóla, síngjarnt gildismat og stunda óvarið kynlíf, fá kynsjúkdóma eða eignast börn ung. Sigurlína ræddi ennfremur ýmis áhrif sem drykkja hefur á fjölskylduna, t.d meðvirkni, ýmiskonar vanlíðan og spennu. 

Foreldrar!  Það er mikið í húfi.  Takið virkan þátt í  vímuvarnarvikunni 2007 sem hefst 13. október n.k.

   Helga Margrét Guðmundsdóttir
verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst