Alþingi hefur tekið til starfa að nýju eftir stutt sumarþing og nú fá nýkjörnir þingmenn að láta ljós sitt skína. Staða suðurkjördæmis er sterkari nú en hún var fyrir síðustu kosningar þegar kjördæmis hafði einungis einn ráðherra í ríkisstjórn. Nú eru tveir ráðherrar úr kjördæminu og sex þingmenn kjördæmisins teljast stjórnarþingmenn.
www.eyjar.net sendu nokkrar spurningar á þingmenn kjördæmisins um nýbyrjað þing og hvaða málefni þeir setja á oddinn tengdum Vestmannaeyjum.
Við birtum í dag svör Kjartans Ólafssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins
Nú eru alþingismenn sestir í þingsal eftir sumarleyfi, hvaða þingmál verða mest áberandi á þessu þingi sem nú er að hefjast?
Hvaða mál verða mest áberandi er ekki gott að segja um á þessari stundu. Ég held að ísl kr. og aðild að ES verði nokkuð í umræðunni þó það sé ekki á dagskrá þessar ríkistjórnar að sækja um aðild. Þá held ég að auðlindamálin fái þó nokkra umræðu . Auk þessa eiga eflaust einhver dægurmál eftir að koma upp sem við sjáum ekki fyrir nú.
Eru einhver mál sem þú ætlar að beita þér sérstaklega í á komandi þingi?
Ég mun beita mér fyrir samgöngumálum og atvinnumálum auk annars sem verður á dagskrá
Má búast við einhverjum tillögum frá þér sem tengjast Vestmannaeyjum beint?
Í augnablikinu er ég ekki með neitt sem varðar einvörðungu Vestmannaeyjar en að sjálfsögðu eru atvinnu og samgöngumálin þar inni hjá mér
Ertu sáttur við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar er lúta að Vestmannaeyjum?
Ég hefði viljað koma beint að mótun stefnu um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ég held að aðgerðirnar geti tekið breytingum eftir því sem líður á fiskveiðitímabilið og það verði að sjá hvernig þetta kemur niður á byggðunum og fyrirtækjum. Að sjálfsögðu vil ég að litið verði á málið heilstætt
Hvernig fannst þér tillögur bæjarráðs Vestmannaeyja um þær mótvægisaðgerðir er tengjast Vestmannaeyjum?
Bæjarráð hefur unnið faglega að þeim tillögum sem þau hafa sent frá sér
Hver er afstaða þín til Bakkafjöru og frekari rannsókna á jarðgöngum milli lands og eyja?
Varðandi samgöngumál til og frá Vestmannaeyjum hefði ég helst viljað sjá nýjan Herjólf sem fyrst. Þá hafa flugsamgöngurnar batnað verulega og er það vel . Undirbúningur að Bakkafjöruhöfn eru í ákveðnum farvegi og við höldum því áfram. Frekari rannsóknir á jarðgöngum eru ekki fyrirhugaðar við skulum segja á næstu árum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst