Það kemur að því í lífi hvers manns að hann stendur fyrir framan spegilinn og sér að árangurinn í söfnun aukakílóa er langt yfir meðallagi. Eftir sumarið á Íslandi þá stóð ég mig að því að hafa tekið með mér út fleiri kíló á líkamanum en þegar ég fór til Íslands. Ég ákvað að reyna að taka örlítið á vandamálinu en ég er fæddur sælkeri og sérlegur áhugamaður um skyndibita.
Ég set hér í loftið uppskrift sem ég bjó til um daginn, en þessi uppskrift er eitt af fjölmörgum skrefum í áttina að breytast úr stóru Þ í stórt I.
Fylltar paprikur
5 dl vatn
5 stilkar ferst timjan (má nota þurrkað)
2 kjúklingakrafts teningur
2 hvítlauksrif
2.5 dl kúskús
½ rauðlaukur
1 gulrót
1 sellerí
3 paprikur hvaða lit sem er
1 sætkartafla
½ dós kjúklingabaunir
½ dós nýrnabaunir
Salt
Pipar
Sjóðið í potti vatn, timjan, hvítlauk og kjúklingakrafts teninga, þegar suðan er komin upp hellið soðinu þá yfir kúskúsið og látið það liggja í vatninu í smá tíma.
Skeri frekar smátt kartöfluna, gulrótina, sellerí, 1 papriku og rauðlaukinn og steikið á pönnu. Hellið svo kúskúsinu í pottinn og látið malla á lágum hita. Setjið svo saxið svo kjúklingabaunir og nýrnabaunir örlítið niður og setið í pottinn. Kryddið til með salti og pipar. Skerið tvær paprikur í tvennt og fyllið þær með fyllingunni úr pottinum. Stráið osti yfir og bakið í ofni í 20 mín við 180° hita.
Berið fram með góðu brauði, salati og sýrðum rjóma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst