ÍBV í körfubolta náði frábærum árangri um helgina á heimavelli. 9.flokkur náði þeim árangri að verða fyrsta lið ÍBV í körfubolta til að ná í A riðil eða efstu deild í sínum aldurflokki.
Meistaraflokkur ÍBV lék einnig sinn fyrsta leik um helgina og sigrðu þeir Álftanes 87-74.
Lýsing á gangi mál í leiknum má finna hér að neðan:
Byrjunarliðið var: Addi, Kristján, Binni, Bennó og Steini sem var að leika sinn fyrsta leik með ÍBV. Okkar leikmenn byrjuðu leikinn með miklum látum. Kristján Tómasson skoraði fyrstu körfuna eftir gott hraðaupphlaup og gaf forsmekkinn hvernig leikurinn myndi vera og eftir 6 mín var staðan orðin 16-2 fyrir ÍBV. Skipti þjálfarinn í stöðunni 13-2 inná nokkrum leikmönnum þar sem Kristján var kominn með 3 villur og Binni orðinn þreyttur. Virtist sóknarleikurinn stífna við þetta og algjört kæruleysi í okkar mönnum en Sverrir kom reyndar með góðan þrist og svo skoruðu gestirnir 10 stig í röð og endaði leikhlutinn 16-12. Það var eins og menn héldu að leikurinn væri búinn eftir að við komumst í 16-2.
Eftir tvær mínútur í 2.leikhluta kom Bjössi inná og breyttist sóknarleikurinn aðeins við það. Náðum við forystunni í 35-22 eftir mikla baráttu og brutu gestirnir mikið á Bjössa en til marks um það fékk hann 7 vítaskot en þá fór þjálfarinn aftur á bekkinn eftir aðeins 6 mínútur á vellinum og kom ekki meira við sögu vegna meiðsla. Kom þá aftur kæruleysi í sóknarleiknum og menn að tapa boltanum klaufalega og ekki að gefa góð skrín í sókninni. Endaði fyrri hálfleikur þannig að gestirnir minnkuðu muninn í 37-35 þar sem þeir náðu öllum fráköstum á þessum kafla og voru mun grimmari en við. Steini, Addi og Kristján voru allir komnir með 3 villur þarna! Spiluðu allir leikmenn ÍBV í fyrri hálfleiknum.
Fengu menn að heyra það aðeins í klefanum í hálfleik og voru leikmenn staðráðnir í því að bæta leik sinn, berjast meira og taka fráköst. Gekk það þokkalega og þriðji leikhluti byrjaði vel og náðum við strax forystunni í 52-42 með góðri spilamennsku frá Adda, Kristjáni og Bennó. Eftir 3 leikhluta var staðan 58-51 og vorum við í rauninni alltaf skrefinu á undan allan leikinn.
Hélst 4.leikhluti jafn út leikinn en Addi sá til þess að við myndum halda góðri forystu en hann skoraði 14 stig í þessum leikhluta og barðist allan tímann bæði í sókn og vörn. Binni var einnig duglegur en virkaði ansi þungur á sér í þessum leik ásamt Gylfa Braga og fleiri leikmönnum liðsins. Eitthvað sem leikmenn þurfa taka til sín og fara hreyfa sig meira. Mun einnig breytast aðeins þegar æfingar byrja í bænum. Ágætis sigur og fengu allir leikmenn að spila og var góð stemmning í hópnum. Næsti leikur er eftir 2 vikur og er í eyjum. Meira um það síðar.
Stigaskor: Addi 26, Bennó 13, Kristján 12, Steini 11, Bjössi 9, Binni 7, Sverrir 5, Gilli 3 og Gylfi Braga 2. Gísli Geir og Óli Sig skoruðu ekki.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst