Gunnar Heiðar og fleiri ósáttir við Eyjólf?
24. október, 2007

Norski netmiðillinn Nettavisen ræðir í dag nokkuð um stöðu íslenska landsliðsins í knattspyrnu og hefur eftir íslenskum knattspyrnumönnum í Noregi, að þeir séu ekki ánægðir með árangur liðsins og vilja að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari verði látinn fara.

Nettavisen nafngreinir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Indriða Sigurðsson og Ólaf Örn Bjarnason og vitnar í samtöl við þá. Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður í Vålerenga stendur hins vegar með Eyjólfi og segir, að ekki sé hægt að kenna honum einum um slakt gengi landsliðsins. Nettavisen segist ekki hafa náð í Eyjólf til að fá álit hans á ummælum knattspyrnumannanna.

Viðtal www.fotbolti.net við Gunnar Heiðar
Gunnar Heiðar: Þetta er rangt haft eftir mér

Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður Valerenga í Norgi segir að það sem haft var eftir honum í Nettavisen sé algjörlega tekið úr samhengi og það sem kom fram þar sé ekki það sem hann sagði. Fótbolti.net birti stóra frétt um þetta mál í morgun þar sem vitnað er í Gunnar Heiðar, Indriða Sigurðsson og Ólaf Örn Bjarnason. Í þessari grein er talað um að þessir leikmenn vilja Eyjólf Sverrisson landsliðsþjálfara burt.

,, Þetta er bara rangt í alla staði. Þetta var ekki það sem ég sagði. Það hringdi einhver æsifréttamaður í mig og spurði út í landsliðið og var að segja að það væri óánægja með landsliðþjálfarann og sérstaklega eftir úrslit síðustu leikja. Það eina sem ég sagði að var að þessir leikir okkar hefðu ekki verið góðir hjá okkur og ég sagði að mér hefði fundist eins og við hefðum ekki verið nógu samstilltir í leiknum við Letta og Liechtenstein. Þó fór hann að spyrja hvað fór úrskeiðis og það eina sem ég sagði að við hefðum verið lélegir og við vorum það.

Mig grunaði samt að hann mundi koma með æsifrétt en þessi gaur fær ekki fleiri viðtöl hjá mér það er alveg hreinu. Ég ber fullt traust til Eyjólfs og hann fínn þjálfari og nú er bara að einbeita sér að Dana leiknum og gera sitt allra besta gegn þeim. Við vorum komnir með alla þjóðina með okkur og nú er bara að svara og sýna úr hverjum við erum búnir til úr,” sagði Gunnar Heiðar í samtali við Gras.is

Sjá fréttina á Fótbolti.net hér

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst