Á Alþingi fara nú fram miklar umræður um frumvarp 17 þingmanna sem gerir ráð fyrir því að leyft verði að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum. þetta frumvarp hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram án þess að ná í gegn.
Auðvitað finnst manni sterk rök fyrir því að hægt sé að kaupa bjór og léttvín í matvöruverslunum eins og víða er hægt að gera erlendis. Eftir að hafa fylgst með umræðunni er maður samt í miklum vafa og satt best að segja veit ég ekki hvernig ég myndi greiða atkvæði.
Það er bent á það með ýmsum rökum að slíkt frelsi myndi eingömgu verða til þess að auka á vandann. Svo benda fylgjendur á að það þurfi að efla forvarnarstarf þá verði þetta allt í lagi.
Maður áttar sig heldur ekki alveg á því hverjir fá að selja. verða það eingöngu stórmarkaðir eða einnig verslanir sem opnar eru meira og minna allan sólarhringinn. Hvað með starfsfólk. Varla mættu unglingar vinna í verslunum sem seldi bjór og léttvín.
Maður veltir því líka fyrir sér hvort eitthvað sé að fyrirkomulaginu eins og að það er. Það er í sjálfu sér ekki mjög erfitt að ná sér í bjór eða léttvín. Áfengisútsölur eru í stórmörkuðum og útsölustöðum er sífellt að fjölga.Meira að segja er hægt að taka eldsneyti í Hveragerði og kaupa sér rauðvín í leiðinni.
Það sem má aðallega finna að er hvað útsölustaðir ÁTVR eru litlir og þröngir. Ég þekki til í Keflavík og á Serlfossi. Á báðum þessum stöðum eru húsakynnin allt of lítil og boruleg.Það er að mínu viti heilmikið atriði að þessar verslanir séu rúmgóðar,þannig að kúnninn geti gefið sér góðan tíma til að skoða og spá í hvað væri nú réttast að hafa með steikinni.
Það er stór spurning hvort við Íslendingar værum nokkuð bættir með að geta keypt bjór og léttvín í matvöruverslunum. Allavega er ég í vafa um það.
Sigurður Jónsson bloggar á http://siggij.bloggar.is/blogg/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst